top of page

Um Eldgos 

Eldgos þar sem basísk kvika fer með aðalhlutverk framleiða oftast seigfljótandi hraun og byggja upp gíga einsog gjallgíga eða eldborgir en líka dyngjur. Alla jafna myndast lítil aska í slíkum eldgosum, þar sem kvikan inniheldur hlutfallslega lítið vatn og er mjög fljótandi og heit (1050-1250°C). Undantekningar frá þessari reglu eru tengdar utanaðkomandi vatni og óvenju háu vatnsmagni kvikunnar, en hvorutveggja hefur þau áhrif að sprengivirkni kvikunnar eykst og gjóskumyndun margfaldast.

Dæmi um basísk eldgos á Íslandi eru eldgosin í Kröflu á árunum 1975-1984 en líka Grímsvatnagos 2011.

bottom of page