top of page

   Hraungos og flæðigos

Hraungos er eins og nafnið bendir til gos, þar sem megnið af gosefnunum kemur upp sem hraun.

 

Í flestum tilfellum er um basalthraun að ræða en það greinist svo í þykkt, seigfljótandi apalhraun eða þunnt helluhraun sem getur runnið mjög hratt.

 

Í sjálfu sér eru hraungos og flæðigos sami hluturinn en það er gjarnan talað um flæðigos þegar þunnfljótandi basaltkvika rennur og myndar helluhraun.

bottom of page