top of page

Gos undir jökli

Rúmlega helmingur allra eldgosa á Íslandi hefur orðið í jöklum, í Kötlu og einkum í Grímsvötnum. Flest unnu þau sig upp í gegnum ísinn svo úr urðu sprengigos. Á jökulskeiðum hafa svo til öll eldgos á Íslandi orðið í jöklum.

Eldgos undir jökli og í vatni eru svipuð. Samspil vatns og kviku stjórnar gosháttum og ræður uppbyggingu eldfjallanna. Þar sem vatnsþrýstingur er hár, annaðhvort á sjávarbotni eða undir þykkum jökli, tvístrast kvikan yfirleitt ekki, heldur myndar bólstraberg. Sökkull margra móbergsfjalla er þannig gerður.

bottom of page