top of page

 

Gos í sjó

 

Eldsumbrot undan Reykjanesi hafa verið tíð í gegnum aldirnar. Einnig hefur borið á eldvirkni í Vestmannaeyjakerfinu og þá er talið að einhver gos hafi orðið í sjó undan Norðurlandi frá landnámi. 

Surtseyjargosið 1963-67 er með þekktari gosum sem orðið hafa í sjó.  Staðsetning þess kom á óvart, Vestmannaeyjakerfið var talið óvirkt fram að því.

 

 

Gos í sjó eru svipuð gosum í jökli að því leiti að gosefnin eru fyrst og fremst gjóska. Nái gosið að mynda eyju þá getur hraun farið að renna eins og gerðist í Surtsey. Gos í sjó hafa sjaldnast valdið tjóni á Íslandi. Þau eru reyndar sjaldan stór og ekki er víst að öll þeirra nái yfirborði og því verður þeirra ekki alltaf vart nema á mælitækjum.

bottom of page