top of page

Sprengigos og þeytigos

 

 

Eru strangt til tekið sami hluturinn. Kvikan kemst í snertingu við vatn annaðhvort ofarlega í jarðskorpunni eða við yfirborðið. Einnig skiptir máli hve hratt kvikan þrýstist upp í gegnum gosrásina. Ef gosið er öflugt og þetta gerist hratt þá nær vatnið ekki að losna rólega úr kvikunni og þess í stað verður mikil sprengivirkni. Gos undir jökli eða í sjó eru eðli málsins samkvæmt líklegust til að verða sprengigos en það þarf þó ekki alltaf til.

bottom of page